90 lík fundist

17 lík fundust í dag og voru meirihluti þeirra börn.
17 lík fundust í dag og voru meirihluti þeirra börn. AFP/Yasuyoshi Chiba

Lögreglan í Kenía hefur fundið 90 lík, þar á meðal eru fjöldi barna, í skógi nærri borginni Malindi. Þeir látnu tilheyrðu sértrúarsöfnuðu og létust úr hungri. 

Lögregla hefur gert hlé á leit að fleiri líkum þar sem líkhús nærri eru nú yfirfull. 

Rann­sókn lög­reglu hófst í síðustu viku en leiðtogi sér­trú­arsafnaðar­ins Good News In­ternati­onal Church á að hafa tjáð fylgj­end­um sín­um að þeir myndu hitta Jesú ef þeir sveltu sig. Lík­fund­ur­inn hefur fengið nafnið fjölda­morðin í Shaka­hola-skógi. 

17 lík fundust í dag og voru meirihluti þeirra börn. 

Mögulega ákærður fyrir hryðjuverk

Stjórnvöld í Kenía hafa heitið því að auka eftirlit með sértrúarsöfnuðum en stærstur hluti Keníumanna eru kristnir. 

„Við vitum ekki hversu margar grafir eru til viðbótar og hversu mörg lík til viðbótar við eigum eftir að finna,“ sagði Kithure Kindiki innanríkisráðherra við blaðamenn. Hann sagði að leiðtogi safnaðarins, Paul Mackenzie Nthenge, verði mögulega ákærður fyrir hryðjuverk. 

Kithure Kindiki innanríkisráðherra.
Kithure Kindiki innanríkisráðherra. AFP/Yasuyoshi Chiba

„Þeir sem hvöttu aðra til að svelta sig og deyja voru að drekka og borða á meðan þeir töldu liðsmönnum safnaðarins trú um að þeir myndu hitta Jesú Krist,“ sagði Kindiki.

Foreldrar sveltu börn sín

Samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar er meirihluti hinna látnu börn og er því haldið fram að foreldrar þeirra hafi svelt börnin sín. 

Hussein Khalid, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna sem lét lögreglu vita af brotum Nthenge, sagði við AFP að börn sveltu sig fyrst, síðan konur og þá karlmenn. Hann sagði að um helmingur fórnarlambanna væru börn sem fundust vafin inn í líkklæði. 

Lögregla hefur gert hlé á leit á meðan krufning stendur …
Lögregla hefur gert hlé á leit á meðan krufning stendur yfir á þeim líkum sem hafa þegar fundist. AFP/Yasuyoshi Chiba

„Hryllingurinn sem við höfum séð síðustu fjóra daga er svakalegt áfall. Ekkert undirbýr þig undir að sjá grunnar fjöldagrafir barna,“ sagði Khalid. 

Rannsakendur sögðu AFP að líkum hafi verið troðið í grunnar grafir, stundum sex saman í einni gröf. Aðrir voru skildir eftir undir berum himni. 

Líkt og áður sagði hefur lögregla gert hlé á leit á meðan krufning stendur yfir á þeim líkum sem hafa þegar fundist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert