Dreginn fyrir dómstóla á ný

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Chandan Khanna

Ráðgert er að valið verði í kviðdóm í dag rétt­ar­höld­um yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna kæru rit­höf­und­ar­ins og blaðamanns­ins E. Jean Carroll, sem sakað hefur Trump um nauðgun, sem hún seg­ir hafa átt sér stað um miðjan tí­unda ára­tug­inn.

Ber líklega ekki vitni

Ekki er búist við að Trump muni bera vitni í réttarhöldunum en lögmenn Carroll ætla sér ekki að kalla forsetann fyrrverandi til vitnis. Talið er að réttarhöldin muni standa í eina eða tvær vikur.

Fyrsti forsetinn

Trump varð fyrr í mánuðinum fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann var þá ákærður í 34 ákæruliðum vegna meintra mútugreiðslna til kvenna sem hann á að hafa átt í ástarsamböndum við og fyrir föls­un reikn­inga og viðskipta­gagna vegna fyrr­nefndra greiðslna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert