Ráðgert er að valið verði í kviðdóm í dag réttarhöldum yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna kæru rithöfundarins og blaðamannsins E. Jean Carroll, sem sakað hefur Trump um nauðgun, sem hún segir hafa átt sér stað um miðjan tíunda áratuginn.
Ekki er búist við að Trump muni bera vitni í réttarhöldunum en lögmenn Carroll ætla sér ekki að kalla forsetann fyrrverandi til vitnis. Talið er að réttarhöldin muni standa í eina eða tvær vikur.
Trump varð fyrr í mánuðinum fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann var þá ákærður í 34 ákæruliðum vegna meintra mútugreiðslna til kvenna sem hann á að hafa átt í ástarsamböndum við og fyrir fölsun reikninga og viðskiptagagna vegna fyrrnefndra greiðslna.