Líkams­leifar 5 ára telpu fundust í rusla­poka

Franskur lögreglumaður gengur með leitarhund. Mynd tengist frétt ekki beint.
Franskur lögreglumaður gengur með leitarhund. Mynd tengist frétt ekki beint. AFP/Pascal Lachenaud

Frönsk yfirvöld hafa handtekið sextán ára dreng eftir að lík fimm ára telpu fannst í ruslapoka í íbúð í fimm þúsund manna bænum Rambervillers í Austur-Frakklandi. Þetta herma heimildir AFP. 

Greint er frá því að móðir telpunnar hafi tilkynnt hana týnda stuttu áður en lík hennar fannst og ungmennið var handtekið. 

Svæðismiðlar hafa greint frá því að íbúðin sem líkamsleifar telpunnar hafi fundist í sé um hundrað metrum frá heimili hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert