Hlaut dauðadóm fyrir áætlun um kannabissmygl

Tangaraju Suppiah var hengdur í dag, en hann var dæmdur …
Tangaraju Suppiah var hengdur í dag, en hann var dæmdur fyrir að hafa áform um kannabissmygl til Singapúr. DESIREE MARTIN

46 ára maður í Singapúr var hengdur í dag, en hann var dæmdur til dauða vegna áforma hans um að smygla kíló af kannabis frá Malasíu til landsins. 

Tangaraju Suppiah var fundinn sekur um glæpinn árið 2017 og hlaut dauðadóm ári síðar. Á föstudaginn síðastliðinn var tilkynnt að Suppiah yrði hengdur á miðvikudaginn, í dag. 

Fjölskylda Suppiah biðlaði til yfirvalda að fella dóminn úr gildi og taka málið upp að nýju. Svo varð þó ekki og var maðurinn hengdur í dag.

Fjölskylda Tangaraju Suppiah biðlaði til yfirvalda að fella dauðadóm Suppiah …
Fjölskylda Tangaraju Suppiah biðlaði til yfirvalda að fella dauðadóm Suppiah úr gildi, án árangurs. AFP

Fordæma aftökuna

Lög gegn eiturlyfjum í Singapúr eru með þeim ströngustu í heimi - þar sem þeir sem gerast sekir um að selja meira en 500 grömm af kannabis geta átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftökuna og kallað hana sérstaklega grimma og ganga gegn alþjóðalögum. 

Kirsten Han, aðgerðarsinni og sjálfstæður blaðamaður í Singapúr, hefur sagt aftökuna sérstaklega alvarlega þar Suppiah hafi hvorki verið fundinn sekur um smygl né sölu eiturlyfja, heldur einungis fyrir ætlun um slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert