Leita fjögurra fanga á flótta

Jerry Raynes, Corey Harrison, Casey Grayson og Dylan Arrington brutust …
Jerry Raynes, Corey Harrison, Casey Grayson og Dylan Arrington brutust út úr Raymond-fangelsi í Mississippi um helgina. Ljósmynd/Lögreglan í Hinds-sýslu

Lögreglan í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum leitar nú fjögurra fanga sem brutust úr fangelsi. Einn er talinn hafa orðið manni að bana eftir að hann braust út úr fangelsinu.

Fangarnir sluppu úr Raymond-fangelsinu í grennd við Jackson um helgina. Uppgötvaðist að þeir hefðu brotist út við reglubundið manntal á sunnudag

Einn hinna grunuðu, hinn 22 ára Dylan Arrington, er talinn hafa orðið manni að bana og stolið bifreið hans á flóttanum. Hinir þrír eru hinn 51 árs gamli Jerry Raynes og þeir Casey Grayson og Corey Harrison. Grayson og Harrison eru báðir 22 ára.

Einn er grunaður um að hafa komið sér yfir ríkjamörkin til Texas.

Mennirnir fjórir voru í fangelsi vegna fjölda glæpa, flestir fyrir þjófnað. Arrington vegna þess að hafa stolið skotvopni og bifreið. 

Lögregla í Mississippi hefur biðlað til íbúa í nágrenni Jackson að fylgjast vel með umhverfi sínu. 

Talið er að mennirnir hafi náð að brjótast út úr fangelsinu á laugardag, í gegnum þakið og að þeir hafi ekki brotist út allir á sama tíma. Þegar uppgötvaðist að tvo vantaði var farið að kanna málið frekar og þá uppgötvaðist að tvo vantaði til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert