Síðustu vikur martröð fyrir Stur­geon

Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl.
Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl. AFP/Andy Buchanan

Nicola Stur­geon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Skot­lands, seg­ir erfitt að mega ekki segja frá sinni hlið. Hand­taka eig­in­manns­ins hafi verið sér mikið áfall og at­b­urðarás­in eins og hin versta mar­tröð.  

Eig­inmaður Stur­geon, Peter Mur­rell, var hand­tek­inn 5. apríl síðastliðinn vegna rann­sókn­ar skosku lög­regl­unn­ar á fjár­mál­um flokks­ins. Mur­rell er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri flokks­ins.

Erfitt að geta ekk­ert sagt

Til rann­sókn­ar er meðferð 600 þúsund punda eða 105,3 millj­óna króna sem bár­ust í styrkj­um til flokks­ins vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands og kosn­inga­bar­átt­unn­ar þar í kring.

Fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi var yf­ir­heyrður í ell­efu klukku­stund­ir vegna máls­ins og sleppt í kjöl­farið. Lög­regl­an gerði hús­leit á heim­ili þeirra Nicolu Stur­geon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Skot­lands. Þá tók lög­regla einnig skjöl úr húsa­kynn­um flokks­ins í Ed­in­borg vegna máls­ins.

Á heim­ili sínu við Holl­yrood í dag sagðist Stu­geon pirruð yfir því að geta ekki greint frá sinni hlið á mál­inu.

Þessu grein­ir Guar­di­an frá.

Vissi ekk­ert 

Þá seg­ist hún vita­skuld ekki hafa vitað af því sem væri hand­an við hornið þegar hún sagði sig úr embætti. Hún sagði af sér um miðjan fe­brú­ar.

„Ég skil þau sjón­ar­mið sem sumt fólk hef­ur, að ég hafi vitað um allt það sem væri að fara að ger­ast og þess vegna hafi ég hætt. Það gæti ekki verið fjær sann­leik­an­um. Ég gæti ekki hafa séð fyr­ir í mín­um verstu mar­tröðum það sem hef­ur gerst á síðustu vik­um,“ sagði Stur­geon

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert