Síðustu vikur martröð fyrir Stur­geon

Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl.
Sturgeon fyrir utan heimili sitt í Glasgow þann 20. apríl. AFP/Andy Buchanan

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands, segir erfitt að mega ekki segja frá sinni hlið. Handtaka eiginmannsins hafi verið sér mikið áfall og atburðarásin eins og hin versta martröð.  

Eiginmaður Sturgeon, Peter Murrell, var hand­tek­inn 5. apríl síðastliðinn vegna rann­sókn­ar skosku lög­regl­unn­ar á fjár­mál­um flokks­ins. Murrell er fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins.

Erfitt að geta ekkert sagt

Til rann­sókn­ar er meðferð 600 þúsund punda eða 105,3 millj­óna króna sem bár­ust í styrkj­um til flokks­ins vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands og kosn­inga­bar­átt­unn­ar þar í kring.

Fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi var yf­ir­heyrður í ell­efu klukku­stund­ir vegna máls­ins og sleppt í kjöl­farið. Lög­regl­an gerði hús­leit á heim­ili þeirra Nicolu Sturgeon, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Skot­lands. Þá tók lög­regla einnig skjöl úr húsa­kynn­um flokks­ins í Ed­in­borg vegna máls­ins.

Á heimili sínu við Hollyrood í dag sagðist Stugeon pirruð yfir því að geta ekki greint frá sinni hlið á málinu.

Þessu greinir Guardian frá.

Vissi ekkert 

Þá segist hún vitaskuld ekki hafa vitað af því sem væri handan við hornið þegar hún sagði sig úr embætti. Hún sagði af sér um miðjan febrúar.

„Ég skil þau sjónarmið sem sumt fólk hefur, að ég hafi vitað um allt það sem væri að fara að gerast og þess vegna hafi ég hætt. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Ég gæti ekki hafa séð fyrir í mínum verstu martröðum það sem hefur gerst á síðustu vikum,“ sagði Sturgeon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka