Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, veiktist í viðtali í beinni útsendingu. Kosningar í Tyrklandi fara fram eftir 14 daga en Erdogan hefur þurft að aflýsa kosningaviðburðum vegna veikindanna.
Í útsendingunni klipptu myndavélar skyndilega frá Erdogan yfir til spyrilsins, Hasan Öztürk, sem virtist brugðið. Í bakgrunni mátti heyra kliður og hvísl, og má heyra einhvern segja „ó nei“ á tyrknesku. Öztürk stendur upp úr stól sínum áður en útsendingin var rofin.
Erdogan sneri aftur í myndverið skömmu eftir atvikið og baðst forláts á því að hafa stokkið frá, en hann kvaðst hafa fengið svæsna magakveisu við kosningabaráttuna.
Forsetinn birti seinna tíst á Twitter-reikningi sínum „Í dag mun ég hvíla mig heima samkvæmt ráðleggingum lækna minna ... með Guðs náð, munum við halda áfram kosningaherferðinni frá og með morgundeginum.“
Turkish President Recep Tayyip Erdogan stopped a live TV interview over a health incident.
— Al Jazeera English (@AJEnglish) April 26, 2023
Erdogan returned shortly after to apologize and say he had developed a stomach bug while campaigning for next month’s elections ⤵️ pic.twitter.com/0VtNfdzaiX