Tólf eru fallnir eftir sprengjuárásir Rússa á úkraínskar borgir, höfuðborgina Kænugarð þar á meðal. Tíu féllu í miðborg Uman eftir að loftskeyti hæfði íbúðarhús, samkvæmt yfirvöldum þar.
Móðir og þriggja ára dóttir hennar féllu í borginni Dnipro að því er fram kemur í máli borgarstjóra Dnipro. Þá varð fólk vart við sprengingar í borgunum Kremenchuk og Poltava.
Yfirmaður herstjórnar Kænugarðs sagði loftskeytaárásir Rússa á borgina vera þær fyrstu í 51 dag. Engar fréttir eru um mannfall í borginni.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði tíu íbúðarhús hafa skemmst í Uman og sagði árásir þessar sýna að frekari aðgerðir væru þarfar gegn Rússlandi á alþjóðlegum vettvangi.
„Það er hægt að stöðva þessa illsku með vopnum og það er okkar varnarlið að gera en það er einnig hægt að stöðva hana með refsiaðgerðum. Það verður að auka alþjóðlegar refsiaðgerðir,“ sagði forsetinn á samfélagsmiðlum.
Another night of 🇷🇺 terror. Missiles and UAVs. 10 residential buildings are damaged in Uman. The entire block of one of them is destroyed. As of now: 7 dead, there are wounded. 🇷🇺 evil can be stopped by weapons – our defenders are doing it. And it can be stopped by sanctions –… pic.twitter.com/KwWuRMj7iS
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) April 28, 2023