Dómarar segja hingað og ekki lengra við föður 550 barna

41 árs manni í Hollandi var í dag dæmt að …
41 árs manni í Hollandi var í dag dæmt að hætta að feðra börn, með sæðisgjöf. Getty images

Hollenskir dómarar hafa skipað hollenskum manni, sem grunaður um að vera faðir 550 barna í gegnum sæðisgjöf, að láta staðar numið. 

„Jónatan M“, eins og fjölmiðlar hafa nefnt hann, var dreginn fyrir dómstól af samtökum sem gæta réttinda barna, sem getin eru með sæðisgjöf, í samvinnu við móður barns sem Jónatan M á að hafa feðrað.    

Klínískar viðmiðunarreglur í Hollandi kveða á um að sæðisgjafi megi ei feðra fleiri en 25 börn í 12 fjölskyldum. Dómari í málinu segir hins vegar allt benda til þess að maðurinn, sem er 41 árs, hafi feðrað á bilinu 550 til 600 börn síðan hann hóf að gefa sæði árið 2007.

Úrskurðað var í málinu í dag en Jónatan M var gert að hætta sæðisgjöf samstundis og er hönum ekki heimilt að hafa samband við fjölskyldur barnanna. Gefi hann meira sæði á hann á hættu að vera sektaður um 15 milljónir fyrir hvert brot. 

„Sæðisgjafinn hefur vísvitandi ekki upplýst foreldra um þann fjölda barna sem hann hefur feðrað“ sagði héraðsdómur Haag í yfirlýsingu.

„Foreldra allra þessara barna standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að börnin þeirra eru hluti af gríðarstóru sifjatengslaneti, án þess að þau hafi kosið sér það.“

Dómurinn telur slíkt geta haft neikvæðar sálfélagslegar afleiðingar fyrir börnin meðal annars í tengslum við sjálfsmynd og aukna hættu á sifjaspelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert