Héraðsdómur í Ismælovó í Moskvu í Rússlandi sektaði í gær rússneskan bakara fyrir skilaboð sem stóðu á kökum hennar.
Dómurinn dæmdi bakarann Anastasíu Tsjernýsjeva til að greiða 35.000 rúblur, eða um 60.000 krónur, fyrir að „vanvirða“ rússneska herinn.
Tsjernýsjeva, hafði birt myndir á Instagram af litríkum kökum sínum sem skreyttar voru með slagorðum gegn stríði. 25.000 manns fylgja henni á Instagram.
Yfirvöld í Rússlandi bönnuðu alla gagnrýni á stjórnvöld meðal almennra borgara eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hóf innrásina í Úkraínu í febrúar á síðasta ári.