Erdogan snúinn aftur eftir magakveisu

Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast.
Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er kominn aftur á stjá eftir að hafa þjáðst af magakveisu í um þrjá daga. Forsetinn sækist eftir endurkjöri í forsetakosningum 14. maí og því nóg að gera hjá hinum 69 ára gamla forseta. 

Erdogan var skælbrosandi í rauðum vindjakka þegar hann steig á sviðið á flughátíð í Istanbúl í morgun. 

Var hann þar mættur ásamt þeim Ilham Aliyev, forseta Aserbaídsjan, og Abdelhamid Dbeibah, forseta Líbíu. 

Erdogan hefur hvílt sig síðustu þrjá daga eftir að hann veiktist í beinni sjónvarpsútsendingu á þriðjudag. Glímdi hann við sýkingu í maga (e. gastroenteritis). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert