Grunaðir um að smygla fíkniefnum til Íslands

Hollenskir bræður eru grunaðir um að hafa smyglað fíkniefnum til …
Hollenskir bræður eru grunaðir um að hafa smyglað fíkniefnum til Íslands í gegnum bílaparta. AFP/Phil Nijhuis

Lögregla í Hollandi rannsakar nú hvort hollenskir bræður hafi smyglað fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Málið hefur verið til rannsóknar í Hollandi frá árinu 2020 en bræðurnir eru grunaðir um að hafa sett upp smyglleið milli landanna tveggja. 

Fjölmiðlar í Hollandi hafa fjallað um málið en Vísir greindi fyrst frá íslenskra miðla. 

Í fréttatilkynningu hollensku lögreglunnar segir að 43 ára karlmaður og bróðir hans, 53 ára, séu grunaðir um að smygla fíkniefnum til landsins með því að koma efnum fyrir í bílapörtum sem sendir voru til Íslands. 

Bílapörtunum hafi fylgt falsaðir reikningar. 

Í umfjöllun miðlanna segir að málið hafi komið inn á borð lögreglu þegar yngri bróðirinn var stöðvaður á Schiphol-flugvelli í Amsterdam með nokkuð háa upphæð peningaseðla í farangri sínum. Gat hann ekki skýrt hvers vegna hann væri með svo háar fjárhæðir á sér. 

Er hann einnig grunaður um að hafa smyglað fíkniefnum til Dóminíska lýðveldisins. 

Eiga þeir bræður yfir höfði sér ákæru fyrir peningaþvætti, fíkniefnasmygl og fölsun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert