Hundruð þúsunda muni flýja

Fólk á flótta stígur út úr flugvél í Abú Dabí.
Fólk á flótta stígur út úr flugvél í Abú Dabí. AFP/Karim Sahib

Fjöldi íbúa Súdan leitar nú á náðir nágrannaríkja vegna átaka milli stjórnarhers landsins og RSF-sveitanna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að hunduð þúsunda muni flýja landið.

„Búast má við að yfirstandandi átök í Súdan muni hrinda af stað frekari flótta, bæði innan og utan landsins. Við erum að undirbúa okkur til að aðstoða fólk á flótta,“ segir í tísti stofnunarinnar.

Bandaríska utanríkisráðuneytið staðfesti í dag að bandarísku ríkisborgararnir, sem ráðuneytið hefur aðstoðað við að koma úr landinu, væru komnir til borgarinnar Port Súdan við Rauðahaf. 

Antony Blinken utanríkisráðherra sagði á mánudag að tugir Bandaríkjamanna hefðu óskað að yfirgefa landið. 

Þá hefur ráðuneytið hvatt þá bandarísku ríkisborgara sem vilja flýja landið, að hafa samband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert