Stytta af rostungnum Freyju var afhjúpuð við Óslóarfjörð í Noregi í dag. Styttan af Freyju er í raunstærð og stendur við fjöruna í grennd við Konungshöfnina. Rostungurinn Freyja naut mikilla vinsælda við hafnir Noregs síðasta sumar, allt þar til hún var tekin af lífi.
Stjórnvöld ákváðu að taka Freyju af lífi því hún var talin ógna lífi og heilsu fólks. Dauði Freyju olli mikilli reiði í Noregi og víðar.
Erik Holm, norðmaður nokkur og aðdáandi Freyju, réðst þá í söfnun á netinu fyrir minnisvarða um Freyju. Alls söfnuðust yfir 266 þúsund norskar krónur til verkefnisins og nú er Freyja risin á ný.