Rýma byggð við eldfjall

Öskuský kom úr Nevado del Ruiz eldfjallinu 7. apríl síðastliðinn.
Öskuský kom úr Nevado del Ruiz eldfjallinu 7. apríl síðastliðinn. AFP/Joaquin Sarmiento

Yfirvöld í Kólumbíu undirbúa nú að rýma alla byggð í allt að 15 kílómetra fjarlægð frá stærsta gíg þeirra þriggja gíga sem mynda Nevado del Ruiz eldfjallið í Andesfjöllum.

Veruleg aukning hefur orðið á jarðskjálftavirkni á svæðinu og segir veðurstofa Kólumbíu að líklega muni gjósa á næstu dögum eða vikum.

Eldfjallið gaus 13. nóvember 1985 með þeim afleiðingum að 25.000 manns létu lífið.

Þá bræddi hiti frá eldgosinu snjó í fjallinu sem orsakaði aurskriða sem fór yfir bæinn Armero. Helmingur allra íbúa bæjarins létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert