Stjórnleysi í skugga blóðugra átaka

Stjórnleysi og glundroði ríkja í Súdan.
Stjórnleysi og glundroði ríkja í Súdan. AFP

Stjórnleysi og glundroði ríkja í Súdan nú þegar blóðug átök hafa geisað í höfuðborginni Kartúm í tvær vikur. Þrátt fyrir umsamið vopnahlé sem tók gildi á þriðjudag, og var framlengt á fimmtudagskvöld, hafa átök geisað í borginni. 

Mohamed Hamdan Daglo, hershöfðingi uppreisnarhers RSF, segir við BBC að ekki komi til greina að semja um frið fyrr en her hershöfðingjans Abdel Fattah al-Burhan, lætur af árásum sínum. Segir hann her sinn hafa mátt þola linnulausar árásir undanfarna daga þrátt fyrir að vopnahlé sé í gildi. 

Her Al-Burhan hefur látið sprengjur falla úr lofti á vígi uppreisnarhersins í borginni. Sakar hann hermenn uppreisnarhersins ekki heldur hafa virt umsamið vopnahlé.

Súdansher hefur varpað sprengjum úr lofti á vígi uppreisnarhersins í …
Súdansher hefur varpað sprengjum úr lofti á vígi uppreisnarhersins í Kartúm. Myndin var tekin í gær. AFP/AFPTV

Í kappi við tímann hafa erlend ríki aðstoðað borgara sína við að flýja Súdan en almennir súdanskir borgarar hafa einnig flúið landið í stríðum straumum. Mörg hundruð almennra borgara hafa látist í átökunum og þúsundir særst. 

Fimm milljónir manna búa í Kartúm og þau sem ekki flúið hafa borgina hafa lokað sig inni. Byrgðir eru á þrotum og rafmagn er einnig af skornum skammti í borginni. 

1.900 flóttamenn flýja yfir Rauðahafið.
1.900 flóttamenn flýja yfir Rauðahafið. AFP/Fayez Nureldine
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert