Stórbruni á Krímskaga

Stórbruni er í borginni Sevastopol á Krímskaga.
Stórbruni er í borginni Sevastopol á Krímskaga. AFP

Mikill eldur logar nú í borginni Sevastopol á Krímskaga. Talið er að kviknað hafi í eldsneytistanki eftir drónaárás. 

Krímskagi er á valdi Rússland, en borgin stendur við Svartahaf og hefur rússneski sjóherinn aðsetur í borginni.

Stjórnvöld í Rússlandi segja um drónaárás sé að ræða en úkraínski herinn hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvort hann beri ábyrgð á árásinni. 

Eldur logar á um 1.000 fermetra svæði. Á myndum sem stjórnvöld hafa gefið út af eldinum má sjá kolsvartan reyk liggja frá svæðinu. 

Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert