Unglingar í haldi vegna skotárásar

Hin látnu voru 14, 17 og 18 ára gömul.
Hin látnu voru 14, 17 og 18 ára gömul. AFP/Luke Sharrett

Tveir unglingar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum eru í haldi lögreglu vegna skotárásar þar sem þrjú ungmenni voru skotin til bana og einn 16 ára unglingur var særður.

Unglingarnir tveir sem liggja undir grun hafa verið ákærðir fyrir brot á vopnalögum og önnur brot í tengslum við árásina.

CBS greinir frá.

Yfirlögregluþjónninn John Stanford tilkynnti fjölmiðlum um að lögregla hafi verið kölluð út í Lawncrest hverfi í Fíladelfíu klukkan 3.30 í gær.

Þar hafi þrjú ungmenni fundist látin. Þau voru 14, 17 og 18 ára gömul.

Lögreglan hefur handtekið tvo unglinga sem eru grunaðir í málinu. Annar þeirra er 15 ára en hinn 16 ára. Lögregla lagði einnig hald á byssu í tengslum við rannsóknina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert