Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sló á létta strengi á hátíðarkvöldverði fyrir fjölmiðlafólk í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Fjölmiðlar hafa verið uppteknir af aldri Bidens undanfarið, þá sérstaklega eftir að hann ákvað að sækjast eftir endurkjöri.
Forsetinn er áttræður og verður 81 árs þegar kosið verður til forseta á næsta ári. Hljóti hann endurkjör verður hann 85 ára þegar seinna kjörtímabili hans lýkur. Hefur gagnrýni fjölmiðla snúið að því að hann verði heldur gamall á þessu seinna kjörtímabili.
Biden gerði grín að gagnrýni fjölmiðla og sagði viðskipajöfurinn Rupert Murdoch, 92 ára, láta sig líta út fyrir að vera jafn gamall og breski söngvarinn Harry Styles. Þá grínaðist hann einnig með að hafa verið góðvinur einn af landsfeðrum Bandaríkjanna, James Madison.