Fjórir látnir eftir rifrildi um bréfdúfur

Mennirnir þrír eru sagðir hafa átt dúfur í bréfdúfnakeppni sem …
Mennirnir þrír eru sagðir hafa átt dúfur í bréfdúfnakeppni sem stóð yfir þegar þeir voru drepnir.

Karlmaður er sagður hafa tekið sitt eigið líf í Portúgal eftir að hafa orðið þremur öðrum að bana. Átti karlmaðurinn í útistöðum við mennina þrjá vegna ræktunar keppnisdúfna. BBC greinir frá.

Atvikið átti sér stað í Setubal, sem er um 50 kílómetra suður af höfuðborginni Lissabon. Staðarmiðlar greina frá því að deila mannanna hafi snúist um dúfur og ólöglega ræktun grænmetis. 

Mennirnir þrír eru sagðir hafa átt dúfur í bréfdúfnakeppni sem stóð yfir þegar þeir voru drepnir. 

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið þeim að bana er sagður hafa tekið sitt eigið líf þegar lögregla kom á vettvang í morgun. Er hann sagður hafa verið búsettur í tjaldi á svæðinu. 

Lögregla í Setubal segir um einangrað atvik sé að ræða og hafi aðeins verið milli mannanna fjögurra. 

Rannsókn á málinu stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert