Fjórir létust og tveir særðust í árás Úkraínumanna á bæinn Suzemka í nótt að sögn ríkisstjóra í Bryansk í Vestur-Rússlandi.
Bærinn er um tólf kílómetra frá landamærum Rússlands að Úkraínu.
Alexander Bogomaz ríkisstjóri greindi frá því á Telegram að bærinn hafi orðið fyrir tveimur sprengjuárásum. Þá hafi rússneskar loftvarnir skotið niður „nokkrar“ eldflaugar.
Að sögn Bogomaz hefur neyðarástandi verið lýst yfir í bænum.
Tíu dagar eru síðan sprengjuárás var gerð á rússnesku borgina Belgorod, sem er um 300 kílómetrum frá Suzemka. Í því tilfelli olli hins vegar rússnesk orrustuþota sprengingunni.