34 særðust í sprengjuárásum í nótt

Myndin er frá úkraínsku borginni Uman þar sem 23 létust …
Myndin er frá úkraínsku borginni Uman þar sem 23 létust í sprengjuárás í síðustu viku. AFP/Genya Savilov

34 særðust í héraðinu Dnípropetrovsk í Úkraínu í sprengjuárásum Rússa í nótt, þar á meðal voru börn. 

Sergiy Lysak héraðsstjóri greindi frá þessu á samfélagsmiðlum. 

„Fimm þeirra eru börn. Sú yngsta er stúlka sem er einungis átta ára gömul,“ sagði í færslu Lysak. 

Að sögn úkraínskra yfirvalda var eldflaugum varpað um hálf þrjú í nótt að staðartíma. Loftvarnir Úkraínumanna skutu niður 15 af 18 eldflaugum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert