Leituðu tveggja táninga en fundu sjö lík

Leit að stúlkunum var hætt síðdegis í dag að staðartíma.
Leit að stúlkunum var hætt síðdegis í dag að staðartíma. AFP

Rannsóknarlögregla Oklahoma-ríkis í Bandaríkjunum fann sjö lík þegar tveggja táninga var leitað þar í dag. AP-fréttastofan greinir frá.

Líkin fundust á sveitabýli skammt frá bænum Henryetta að sögn Geralds Davidson talsmanns rannsóknarlögreglunnar. 

Dánardómsstjóri í ríkinu á eftir að bera kennsl á líkin. Lögregla hefur neitað að gefa nokkuð út um líkfundinn.

Lögregla lýsti eftir tveimur táningsstúlkum, 14 og 16 ára, fyrr í dag. Sáust þær á ferðalagi með manni sem sakfelldur hefur verið fyrir kynferðisbrot, Jesse McFadden.

Leit að stúlkunum var hætt síðdegis í dag að staðartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert