Tímamót er Indland tekur fram úr Kína

Mannfjöldi Indlands heldur áfram að vaxa og er nú kominn …
Mannfjöldi Indlands heldur áfram að vaxa og er nú kominn umfram 1,4 milljarða. AFP/Dibyangshu Sarkar

Kína hefur lengi trónað á toppnum á lista yfir fjölmennustu ríki heims en það gæti þó breyst innan skamms, ef það hefur ekki gerst nú þegar.

Íbúafjöldi Kína, sem stendur nú í ríflega 1,4256 milljörðum, náði hámarki í mars á síðasta ári en hefur síðan verið að dragast saman hægt og rólega. Á sama tíma heldur mannfjöldi Indlands áfram að vaxa og er nú kominn umfram 1,4 milljarða.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) töldu víst að Indland myndi hreppa sætið af Kína í aprílmánuði, sem kvaddi í gær. Áttu íbúar landsins þá að hafa náð fjöldanum 1.425.775.000.

Staðfestar fregnir þess efnis bárust aftur á móti ekki áður en Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Vandasamt verk getur verið að halda yfirlit yfir fjölda íbúa sem eru yfir milljarður og tölur og tímasetningar þegar kemur að mannfjöldatalningu ekki hárnákvæmar.

Engu að síður er ljóst að um mikil tímamót eru að ræða þótt titillinn fjölmennasta land í heimi þyki ekki endilega sá eftirsóknarverðasti. En hvernig gerðist þetta og hvað svo?

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert