Yfir 430 þúsund manns flúið heimili sín

Bandaríski herinn aðstoðar bandaríska ríkisborgara á flótta frá Súdan 30. …
Bandaríski herinn aðstoðar bandaríska ríkisborgara á flótta frá Súdan 30. apríl. AFP

Vegna átakanna sem hafa staðið yfir í Súdan hafa yfir 330 þúsund manns yfirgefið heimili sín og flutt sig um set innanlands. Yfir 100 þúsund manns til viðbótar hafa flúið yfir landamærin, að sögn Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Flóttamannastofnun SÞ telur að yfir 800 þúsund manns gætu flúið til nágrannalanda vegna átakanna.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna vantar enn framlög upp á 1,5 milljarða bandaríkjadala, eða um 205 milljarða króna, í neyðaraðstoð til Súdans fyrir árið 2023. Stefnt er á að safna 1,75 milljónum dala, eða um 240 milljörðum króna, og því hefur aðeins tekist að safna 14 prósentum af upphæðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert