Yfir 430 þúsund manns flúið heimili sín

Bandaríski herinn aðstoðar bandaríska ríkisborgara á flótta frá Súdan 30. …
Bandaríski herinn aðstoðar bandaríska ríkisborgara á flótta frá Súdan 30. apríl. AFP

Vegna átak­anna sem hafa staðið yfir í Súd­an hafa yfir 330 þúsund manns yf­ir­gefið heim­ili sín og flutt sig um set inn­an­lands. Yfir 100 þúsund manns til viðbót­ar hafa flúið yfir landa­mær­in, að sögn Sam­einuðu þjóðanna (SÞ).

Flótta­manna­stofn­un SÞ tel­ur að yfir 800 þúsund manns gætu flúið til ná­granna­landa vegna átak­anna.

Að sögn Sam­einuðu þjóðanna vant­ar enn fram­lög upp á 1,5 millj­arða banda­ríkja­dala, eða um 205 millj­arða króna, í neyðaraðstoð til Súd­ans fyr­ir árið 2023. Stefnt er á að safna 1,75 millj­ón­um dala, eða um 240 millj­örðum króna, og því hef­ur aðeins tek­ist að safna 14 pró­sent­um af upp­hæðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert