Þýska lögreglan hefur handtekið fjölda manns í nokkrum Evrópuríkjum vegna víðtækra aðgerða gegn ítölsku Ndrangheta-mafíunni.
Lögreglumenn handtóku einstaklinga á fimm stöðum í Þýskalandi og þá voru einnig einstaklingar í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni handteknir.
Fleiri en 30 einstaklingar voru handteknir og eru þeir grunaðir um peningaþvætti, skattsvik og fíkniefnasmygl.
Ndrangheta-mafían er með aðsetur í Calabria á Suður-Ítalíu og er talin vera ein öflugustu glæpasamtök heimsins þar sem mafían stýrir megninu af sendingum kókaíns til Evrópu.