Nokkrir liðsmenn sértrúarsafnaðarins voru myrtir

109 lík hafa fundist í skógi nærri borginni Malindi.
109 lík hafa fundist í skógi nærri borginni Malindi. AFPYYasuyoshi Chiba

Krufningar á líkum liðsmanna kenísks sértrúarsafnaðar hafa leitt í ljós að einhverjir voru kyrktir eða barðir til dauða. 

109 lík hafa fundist í skógi nærri borginni Malindi. Meira en helmingur fórnarlambanna voru börn. 

Paul Nthenge Mackenzie, leiðtogi sér­trú­arsafnaðar­ins Good News In­ternati­onal Church, á að hafa tjáð fylgj­end­um sín­um að þeir myndu hitta Jesú ef þeir sveltu sig. 

Fyrir miðju má sjá Paul Nthenge Mackenzie, leiðtoga sér­trú­arsafnaðar­ins Good …
Fyrir miðju má sjá Paul Nthenge Mackenzie, leiðtoga sér­trú­arsafnaðar­ins Good News In­ternati­onal Church. AFP/Simon Maina

Búið er að kryfja lík 40 liðsmanna safnaðarins, þar á meðal eru að minnsta kosti 16 fullorðnir og 18 börn en aldur hinna er óljós. 

Að sögn réttarmeinafræðingsins Johansen Oduor létust að minnsta kosti 20 þeirra úr hungri, en krufning nokkurra líka hefur leitt í ljós að fórnarlömbin hafi verið myrt. 

Réttarmeinafræðingar kryfja nú líkin.
Réttarmeinafræðingar kryfja nú líkin. AFP/Simon Maina

Ákærður fyrir hryðjuverk

Tveir fullorðnir og tvö börn báru merki köfnunar, og þá var þriðja barnið barið til dauða. Lík eins annars barns bar þess merki að það hafi verið kyrkt til dauða. 

Mackenzie verður leiddur fyrir dómara í borginni Mombasa á föstudag. Hann og 17 aðrir hafa verið ákærðir fyrir hryðjuverk en Mackenzie er einnig meðal annars ákærður fyrir morð, mannrán og grimmd í garð barna. 

Lík­fund­ur­inn hef­ur verið nefndur fjölda­morðin í Shaka­hola-skógi.
Lík­fund­ur­inn hef­ur verið nefndur fjölda­morðin í Shaka­hola-skógi. AFP/Yasuyoshi Chiba
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert