Lögreglan í Texas-ríki hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið fimm manns til bana á föstudag.
Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Greg Capers að Francisco Oropesa hafi fundist falinn undir þvotti í skáp á heimili nærri borginni Houston.
Oropesa er 38 ára gamall Mexíkómaður en nágranar hans voru frá Hondúras. Nágrannarnir höfðu beðið Oropesa að hætta að skjóta úr AR-15 hálfsjálfvirkum riffli í garði sínum þar sem það hélt vöku fyrir barni. Í kjölfarið hóf hann skotárás.
Fórnarlömbin voru á aldrinum níu til 31 árs. Þá slösuðust nokkrir aðrir íbúar alvarlega.