Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður tvo árásardróna sem beint var gegn híbýlum forsetans Vladimírs Pútín í Kreml. Í yfirlýsingu Kremlar er fullyrt að um hafi verið að ræða banatilræði hryðjuverkamanna gegn forsetanum.
Í yfirlýsingunni er árásin sögð hafa verið gerð í nótt.
Drónarnir hafi verið teknir úr umferð og leifar þeirra fallið innan veggja Kremlar, en ekki valdið neinu líkamstjóni.
Blaðamaður Financial Times í Moskvu deilir eftirfarandi myndskeiðum sem sögð eru sýna frá atvikinu.
Russia says Ukraine tried to assassinate Vladimir Putin overnight in a drone attack on the Kremlin. Putin was unharmed and is working as normal.
— max seddon (@maxseddon) May 3, 2023
It's not clear when or whether this happened, but Telegram channels are posting what looks like anti-aircraft fire over the Kremlin. pic.twitter.com/Bw6Bp4OwFk
Incredible footage of what Russia says was Ukraine's attempt to kill Putin in a drone strike last night pic.twitter.com/1XiwCbC4lI
— max seddon (@maxseddon) May 3, 2023
Fullyrt er að þetta hafi verið „aðgerð hryðjuverkamanna og banatilræði við forseta rússneska sambandsríkisins“.
Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir Pútín að störfum í bústað sínum í Moskvu og að hann muni taka þátt í skrúðgöngunni sem fyrirhuguð er í næstu viku til minningar um sigur Rússa í heimsstyrjöldinni síðari.
Borgarstjórinn hefur í kjölfar þessa lagt bann við drónaflugi án leyfis yfir höfuðborginni.
Fregnirnar berast á sama tíma og Úkraínumenn búa sig undir gagnsókn á vígstöðvunum í austurhluta landsins.