Selenskí ekki upplýstur um gagnalekann

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti.
Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti. AFP/Genya Savilov

Bandarísk stjórnvöld upplýstu úkraínsk stjórnvöld ekki um umfangsmikinn gagnaleka úr varnarmálaráðuneytinu.

Þetta sagði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti í viðtali við Washington Post.

Um miðjan apríl var greint frá því að hinn 21 árs gamli Jack Teix­eira hafi lekið fjölda bandarískra leyniskjala á samfélagsmiðlinum Discord. Skjölin hafa m.a. varpað ljósi á hvernig Banda­ríkja­menn hafa njósnað um banda­menn og fjallað um skugga­leg­ar sviðsmynd­ir í sam­bandi við stríðið í Úkraínu. 

Selenskí sagði í viðtalinu að hann hafi fyrst fengið að vita um gagnalekann í fréttum. 

„Ég fékk engar upplýsingar frá Hvíta húsinu eða Pentagon [varnarmálaráðuneytinu] fyrirfram. Við höfðum engar upplýsingar. Ekki ég persónulega. Þetta er svo sannarlega slæm saga,“ sagði Selenskí. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, um gagnalekann símleiðis eftir að fréttir bárust af honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert