Agnar Már Másson
Volodimír Selenskí lenti á Schiphol-flugvelli í Hollandi fyrr í kvöld. Hann er á leiðinni til Haag þar sem hann mun flytja ræðu í vikunni, að sögn hollenska fjölmiðilsins NOS. Ræðan ber nafnið „Enginn friður án réttlætis“.
Selenskí mætti óvænt til Finnlands fyrr í dag á leiðtogafund Norðurlandanna og flaug svo beint frá Finnlandi til Hollands. Ekki var búist við Selenskí í Hollandi.
Um er að ræða fyrstu heimsókn Úkraínuforseta til landsins sem forseti og einnig hans fyrstu ferð til landsins síðan innrásin hófst. Vélin lenti klukkan 22.15 að staðartíma, eða 20.15 að íslenskum tíma.
Hollensk yfirvöld hafa frá upphafi innrásarinnar lýst yfir stuðningi sínum við Úkraínu og fordæmt Rússland. Haag er stjórnsetur og óopinber höfuðborg Hollands en Amsterdam er opinber höfuðborg landsins. Í borginni eru meðal annars aðsetur Mannréttindadómstólsins og Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna.
Aragrúi lögregluliðs virðist hafa verið kallað til vegna komu Úkraínuforseta.
Busjes, motoragenten voor @ZelenskyyUa pic.twitter.com/ppQw5UN8YS
— Menno Swart (@MennoSwart) May 3, 2023