Útgöngubann í 58 klukkustundir

Þrír létust og fimm særðust í rússneskri sprengjuárás á stórmarkað …
Þrír létust og fimm særðust í rússneskri sprengjuárás á stórmarkað í Kerson fyrir viku síðan. AFP/Dina Pletenchuk

Íbúar úkraínsku borgarinnar Kerson munu sæta 58 klukkustunda útgöngubanni frá og með síðdegi á föstudag er Úkraínumenn undirbúa gagnsókn. 

„Á meðan útgöngubannið er í gildi er óheimilt að vera á götunum. Út- og inngönguleiðum í borgina verður lokað,“ sagði Oleksander Prókudín, yfirmaður hersins á svæðinu, á Telegram. Þá hvatti hann íbúa til að fylla á matar- og lyfjabirgðir. 

Íbúum er leyfilegt að fara í stutta göngutúra nærri heimili sínum eða fara í búðir ef þeir eru með skilríki á sér. Útgöngubannið gildir til klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. 

Þrír létust og fimm særðust í rússneskri sprengjuárás á stórmarkað í Kerson fyrir viku síðan.

Rússar náðu yfirráðum í Kerson fljótlega eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Úkraínumenn náðu borginni aftur í nóvember. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert