Einkaeigur Karls metnar á um 300 milljarða króna

Krýningarhátíð Karls Bretakonungs fer fram á laugardag.
Krýningarhátíð Karls Bretakonungs fer fram á laugardag. AFP/Toby Melville

Einkaeigur Karls III Bretakonungs eru metnar á 1,8 milljarða punda, eða um 300 milljarða íslenskra króna. 

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian um fjármál bresku krúnunnar. 

Mestan hluta auðs síns hefur konungurinn eignast vegna starfa sinna fyrir krúnuna. 

Breska krúnan neitaði að gefa blaðamönnum The Guardian nákvæma upphæð og sagði upphæðina vera samblöndu „vangaveltna, ályktana og ónákvæmni“. Umfjöllun miðilsins var unnin í samvinnu við tólf sérfræðinga sem mátu verðgildi fasteigna, farartækja, listaverka og skartgripa konungsins. 

Karl á meðal annars 90 skartgripi, sem eru að miklu leyti erfðagripir, og eru að virði um 533 milljón punda, eða um 91 milljarðs íslenskra króna. Þá hefur Karl selt nokkur verðmæt verðlaunahross sem móðir hans átti, Elísabet II Bretadrottning. 

The Guardian hefur gefið út fjóra hlaðvarpsþætti þar sem fjallað er um fjármál fjölskyldunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert