Selenskí kallar eftir sérstökum stríðsglæpadómstól

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er nú í heimsókn hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er nú í heimsókn hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag. AFP/Remko de Waal

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er nú í heimsókn hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag. Hann kallaði eftir sérstökum stríðsglæpadómstól þar sem Rússar yrðu gerðir ábyrgir fyrir glæpum sínum. 

Dómstólinn gaf út hand­töku­heim­ild á Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í mars vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Þá greindu rússnesk stjórnvöld frá því í gær að tveir árásardrónar hafi verið skotnir niður sem beint var gegn hí­býl­um for­set­ans í Kreml. Selenskí vísaði ásökum Rússa um banatilræðið á bug. 

Selenskí mun funda með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og Kajsa Ollongren, varnarmálaráðherra Hollands, í dag. 

Selenskí kallaði eftir sérstökum stríðsglæpadómstól þar sem Rússar yrðu gerðir …
Selenskí kallaði eftir sérstökum stríðsglæpadómstól þar sem Rússar yrðu gerðir ábyrgir fyrir glæpum sínum. AFP/Phil Nijhuis

Drónaárásir í nótt

Borgaryfirvöld í Kænugarði og Moskvu greindu frá drónaárásum í nótt, meðal annars kviknaði í rússneskum olíuhreinsunarstöðvum vegna árásanna.

Flugher Úkraínu sagði að Rússar hafi flogið 24 árásardrónum til Úkraínu. Loftvarnir Úkraínu í Kænugarði skutu niður 18 þeirra. Að sögn yfirvalda særðist enginn. Um er að ræða þriðja daginn í þessum mánuði sem Rússar reyna árásir á Kænugarð. 

Þá greindu Rússar frá drónaárás í Krasnodar-héraði í suðri og kviknaði þar í olíuhreinsunarstöð. 

Stuttu síðar greindi héraðsstjóri Rostov, sem á landamæri að Rússlandi, að drónaárás hafi verið gerð á olíuhreinsunarstöð nærri bænum Kiselevka sem olli sprengingu og eldi. 

Eldur kviknaði í olíuhreinsistöð í Krasnodar-héraði í nótt.
Eldur kviknaði í olíuhreinsistöð í Krasnodar-héraði í nótt. AFP/Telegram/@kondratyevvi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert