Segir dóminn til skammar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/ Eva Marie Uzcategui

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir það til skammar, að hafa í dag verið fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn dálkahöfundinum E. Jean Carroll.

„Þessi niðurstaða er til skammar – áframhald af stærstu nornaveiðum allra tíma,“ skrifar Trump í stórum stöfum á miðilinn Truth Social.

„Ég hef gjörsamlega enga hugmynd hver þessi kona er,“ bætir hann við og vísar þar til Carroll, sem hann mun nú þurfa að greiða 5 milljónir bandaríkjadala, eða um 680 milljónir króna, í skaðabætur fyrir brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert