Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn blaðamanninum E. Jean Carroll.
Þetta er niðurstaða kviðdóms í New York í einkamáli Carroll gegn Trump. Samkvæmt dóminum þarf Trump að greiða Carroll 5 milljónir bandaríkjadala, eða um 680 milljónir íslenskra króna.
Forsetinn var einnig fundinn sekur um meiðyrði í garð Caroll frá því í október árið 2022. Fyrir það þarf hann að greiða 280 þúsund bandaríkjadali í bætur, eða rúmlega 38 milljónir íslenskra króna.
Trump var ekki fundinn sekur um nauðgun, eins og sóst var eftir, heldur um kynferðislega misnotkun.
Carroll kærði Trump fyrir að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í verslun Bergdorf Goodman árið 1996. Ásakanirnar komu fyrst fram árið 2019 þegar ný lög voru síðan samþykkt í New York sem gáfu þolendum kynferðisofbeldis árs lengri tíma til þess að kæra gerendur sína.
Það tók kviðdóminn aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu.