Yfir 600 drepnir í apríl

Lögreglan sinnir eftirliti í höfuðborginni Port-au-Prince 25. apríl.
Lögreglan sinnir eftirliti í höfuðborginni Port-au-Prince 25. apríl. AFP/Richard Pierrin

Yfir 600 manns voru drepnir í átökum gengja á Haítí í síðasta mánuði. Stjórnvöld þar í landi hafa ekki næg úrræði til að vernda almenna borgara, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

„Allar fregnir sem mér berast frá Haítí undirstrika umfang þjáningarinnar þar í landi og sýna fram á að íbúar Haítís þurfa á bráðri aðstoð að halda,“ sagði Volker Turk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.

Maður handtekinn í hverfinu Turgeau í borginni Port-au-Prince.
Maður handtekinn í hverfinu Turgeau í borginni Port-au-Prince. AFP/Richard Pierrin

Hann ítrekaði ákall sitt til alþjóðasamfélagsins um að senda vopnaðar hersveitir til að aðstoða lögregluna á Haítí og stjórnvöld í landinu við að koma þar á lögum og reglu á nýjan leik.

Haítí, sem er í Karíbahafi, er fátækasta þjóð Ameríku. Pólitísk og efnahagsleg krísa hefur verið í landinu síðan forsetinn Jovenel Moise var myrtur sumarið 2021.

Gengi stjórna nú meirihluta höfuðborgarinnar, Port-au-Prince.

Lögreglan að störfum í miðborg Port-au-Prince 25. apríl.
Lögreglan að störfum í miðborg Port-au-Prince 25. apríl. AFP/Richard Pierrin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert