Gæludýr ekki mega koma í stað barneigna

Páfinn blessaði maga ófrískra kvenna, á ráðstefnu um lýðfræðikreppu Ítalíu.
Páfinn blessaði maga ófrískra kvenna, á ráðstefnu um lýðfræðikreppu Ítalíu. AFP

Frans páfi sagði gæludýr koma í stað barneigina á mörgum ítölskum heimilum, í ávarpi sínu á ráðstefnu um lýðfræðikreppu í landinu. 

Ítalía er með eina lægstu fæðingatíðni í Evrópu, en fæðingar voru aðeins 400.000 í fyrra. Það telst ansi lágt þar sem íbúafjöldi landsins er 59.11 milljónir.  

Í ávarpinu sagði páfinn að lækkandi fæðingartíðni væri til marks um skort á framtíðarvon meðal yngri kynslóða, sem þurfi að horfast í augu við mikið óöryggi á vinnumarkaði, ómögulegan leigumarkað og laun sem ekki nægðu til framfærslu.

Páfinn gekk svo langt að segja að barneignir væru orðnar munaður sem aðeins þeir ríku hefðu efni á. 

Getur haft fjárhagslegar afleiðingar

Ítalía er ekki eina landið þar sem fæðingartíðni fer hrapandi og má sjá svipaða þróun víðsvegar um heiminn. Nýverið var greint frá að fæðingartíðni og frjósemi íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri hér á landi en í fyrra.  

Lækkun fæðingartíðni á Ítalíu er alvarlegt vandamál, en að sögn sérfræðinga gæti fækkun íbúa þýtt 18 prósent lækkun á vergri landframleiðslu fyrir árið 2042. 

Forsætisráðherra landsins, Giorgia Meloni, var einnig viðstödd ráðstefnuna og lýsti þróuninni sem neyðarástandi fyrir þjóðina. Ríkisstjórn hennar hefur ýjað að fyrirhuguðum skattaívilnunum fyrir barnafólk. 

Frans páfi ásamt Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.
Frans páfi ásamt Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert