Nærri milljón á flótta eða ver­gangi í Súdan

Fólk komið til Eþíópíu eftir flótta frá Súdan.
Fólk komið til Eþíópíu eftir flótta frá Súdan. AFP/Amanuel Sileshi

Vegna átak­anna í Súd­an hafa nú um tvö hundruð þúsund flúið land. Flótta­manna­stofn­un sam­einuðu þjóðanna seg­ir einnig að um sjö hundruð þúsund hafi flúið heim­ili sín og fært sig um set inn­an landa­mæra lands­ins.

Átök­in í land­inu brut­ust út þann 15. apríl síðastliðinn og hafa því staðið í tæp­an mánuð. Um 750 hafa látið lífið og fimm þúsund særst í átök­un­um. Sex­tíu þúsund hafa lagt á flótta til ná­granna­rík­is­ins Tsjad en talskona Flótta­manna­stofn­un­ar­inn­ar seg­ir aðstæðurn­ar krefj­andi þar sem flótta­fólk fari gjarn­an til landa sem eigi þegar um sárt að binda vegna hlýn­un­ar jarðar og mat­ar­skorts.

„Nærri níu­tíu pró­sent flótta­fólks eru kon­ur og börn, þar á meðal marg­ar ófrísk­ar kon­ur,“ er haft eft­ir Olgu Sarra­do, talskonu Flótta­manna­stofn­un­ar­inn­ar.

Þá hafi hinar stríðandi fylk­ing­ar lofað því á fimmtu­dag að mannúðarsjón­ar­mið verði virt og borg­ar­ar verndaðir. Von­ast sé til þess að hlut­ir eins og heil­brigðisþjón­usta, vatn og raf­magn fái að rata til þeirra sem þurfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert