Trump hyggst áfrýja dóminum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP/Spencer Platt/Getty Images

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hyggst áfrýja dóminum er féll á þriðjudaginn þar sem hann var fundinn sekur um kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn blaðamanninum E. Jean Carroll.

Trump var gert að greiða Carroll fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 680 milljónir íslenskra króna, fyrir kynferðisbrotið og 280 þúsund bandaríkjadala, eða um 38 milljónir króna, í bætur vegna meiðyrða. CNN greinir frá.

Lögmaður Trumps hefur nú farið fram á að málið verði tekið fyrir að nýju af áfrýjunardómstól.

Carroll kærði Trump fyr­ir að hafa nauðgað sér í mát­un­ar­klefa í versl­un Bergdorf Goodm­an árið 1996. Það tók kviðdóm­inn aðeins nokkr­ar klukku­stund­ir að kom­ast að niður­stöðu.

Eins og áður sagði var Trump fundinn sekur um kynferðisbrot og ærumeiðingar en hann var sýknaður af nauðgunarkærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert