Undirbúa stærstu vopnasendinguna frá upphafi stríðs

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands.
Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands. AFP/Tobias Schwarz

Þjóðverjar undirbúa nú stærstu vopnasendingu sem þýska ríkið hefur sent til Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Andvirði sendingarinnar nemur um 2,7 milljörðum evra, eða um 400 milljörðum íslenskra króna.

Í sendingunni eru meðal annars skriðdrekar, loftvarnakerfi og brynvarin ökutæki.

„Við vonumst öll eftir skjótum endi í stríði Rússa í Úkraínumanna, en því miður virðist sú niðurstaða ekki vera í augsýn,“ sagði Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert