Erdogan með forskot eftir fyrstu tölur

Tayyip Erdogan.
Tayyip Erdogan. AFP/Adem Altan

Fyrstu tölur kosninganna í Tyrklandi veita sitjandi forseta, Recep Tayyip Erdogan, forskot í baráttunni um embættið. Einungis 9,1 prósent atkvæða hafa nú verið talin og getur því brugðið til beggja vona.

Þau atkvæði skiptast með þeim hætti að Erdogan nýtur 59,47 prósenta fylgis en helsti keppinautur hans, Kemal Kilicdaroglu, hefur hlotið 34,79 prósent atkvæða, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Þessar fyrstu tölur þykja þó ekki koma sérstaklega á óvart, enda koma þau atkvæði frá strjálbýlli og íhaldssamari svæðum, þar sem Erdogan hefur jafnan notið góðs fylgis.

Kannanir bentu til þess að mjótt yrði á munum

Í aðdraganda kosninganna sýndu skoðanakannanirnar að mjótt væri á munum milli sitj­andi for­seta Er­dog­an, og mót­fram­bjóðanda hans Kilicd­aroglu. Er­dog­an er 69 ára gam­all og tólfti for­seti rík­is­ins. Hann hef­ur gegnt embætt­inu frá ár­inu 2014.

Um er að ræða sögulegar kosningar, og afdrifaríkar fyrir Tyrkland, þar sem þær gætu bundið enda á 20 ára valdatíð Erdogan.

Kjörstaðir í Tyrklandi lokuðu klukkan fimm síðdegis, að tyrkneskum tíma, eða tvö að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert