Fagna sókn að víglínunni við Bakhmút

Úkraínskir hermenn nærri Bakmút.
Úkraínskir hermenn nærri Bakmút. AFP/Sergey Shestak

Úkraínsk stjórnvöld fögnuðu sókn hersveita sinna að fremstu víglínu nærri borginni Bakhmút. 

Framsókn hersveita okkar á Bakhmút-svæðinu er fyrsti sigur sóknarinnar í aðgerðinni til að verja Bakhmút,“ sagði Oleks­andr Sirskíj, yf­ir­maður úkraínskra land­göngu­sveita.

Harðir bardagar hafa geisað um borgina í marga mánuði en íbúar voru um 70 þúsund áður en stríðið hófst. 

„Síðustu dagar hafa sýnt að sókn okkar virkar og við getum sigrað óvininn jafnvel í gríðarlega erfiðum aðstæðum,“ sagði Sirskíj. 

„Við höfum minna úr að spila en óvinurinn. Engu að síður tekst okkur að eyðileggja áætlanir þeirra.“

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-málaliðanna frá Rússlandi, hefur gagnrýnt hernaðargetu og leiðtoga­hæfni Rússa í stríðinu harðlega. Wagner-hóp­ur­inn hef­ur leitt aðgerðir Rússa í átök­un­um um yf­ir­ráð Bakhmút. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert