Loftlagsbreytingar auka ekki tíðni fellibylja, en þær hafa áhrif á kraft þeirra og eyðileggingarmátt að sögn vísindamanna hjá Alþjóðlegu veðurfræðisamtökunum (WWA).
„Heildarfjöldi hitabeltisfellibylja á ári hefur ekki breyst á heimsvísu en loftlagsbreytingar hafa aukið tíðni kröftugustu fellibyljanna og þeirra sem valda mestri eyðileggingu,“ segir í skýrslu WWA sem ber nafnið Skýrsla um ofsafengið veðurfar og loftlagsbreytingar (e. Reporting Extreme Weather and Climate Change).
Kröftugustu fellibyljirnir, þeir sem falla undir þriðja til fimmta stig Saffir-Simpsons mælikvarðans, eru orðnir tíðari, að sögn WWA.
Loftlagsbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á fellibylji með því að hækka lofthitastig og sjávarhitastig og með því að hækka yfirborð sjávar.
Vísindamenn telja að fellibylir muni koma til með sjást á stærra svæði en áður vegna þess að með hlýrra hitastigi stækkar svæði þar sem hitabeltisaðstæður eru í sjó.
„Fellibylir sem leita nú norðar í Norður-Kyrrahafi en áður eru bein afleiðing af hnatthlýnun,“ segir í skýrslu WWA.
Þar að leiðandi gætu þeir valdið miklu tjóni á stöðum þar sem fólk hefur ekki þurft að glíma við fellibylji í gegnum tíðina.