Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fer til Bretlands í dag þar sem hann mun funda með Rishi Sunak forsætisráðherra Breta.
Selenskí hefur verið á ferð um Evrópu síðustu daga og fundað með ýmsum þjóðarleiðtogum, en í gær fundaði hann með Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Enn er óvíst hvort leið forsetans liggi til Reykjavíkur þar sem leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst á morgun.
Í tísti sagði Selenskí að hann myndi hitta „vin“ sinn Sunak í dag til að ræða „mikilvægar samningaviðræður“.
Þá sagði hann hernaðaraðstoð Breta einkar mikilvæga og að samvinna ríkjanna myndi halda áfram í dag.
Today – London. The UK is a leader when it comes to expanding our capabilities on the ground and in the air. This cooperation will continue today. I will meet my friend Rishi. We will conduct substantive negotiations face-to-face and in delegations.
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2023