Selenskí fundar með Sunak í Bretlandi

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, var staddur í París í gær.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, var staddur í París í gær. AFP/Ludovic Marin

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu fer til Bretlands í dag þar sem hann mun funda með Rishi Sunak forsætisráðherra Breta. 

Selenskí hefur verið á ferð um Evrópu síðustu daga og fundað með ýmsum þjóðarleiðtogum, en í gær fundaði hann með Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta. 

Enn er óvíst hvort leið forsetans liggi til Reykjavíkur þar sem leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst á morgun. 

Í tísti sagði Selenskí að hann myndi hitta „vin“ sinn Sunak í dag til að ræða „mikilvægar samningaviðræður“. 

Þá sagði hann hernaðaraðstoð Breta einkar mikilvæga og að samvinna ríkjanna myndi halda áfram í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert