Förgun minnki smithættu

Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að skæð fuglaflensa hefði greinst …
Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að skæð fuglaflensa hefði greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. mbl.is/Hari

Ekki er nógu vel staðið að förgun dauðra villtra fugla að mati Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Með förgun megi koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu og annarra smitsjúkdóma.

Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að skæð fuglaflensa hefði greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Þetta er fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár og hafa þær ekki verið fleiri hingað til. Þó hefur fjöldi tilkynninga borist um veikar og dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og í Keflavík.

Einar segir nauðsynlegt að farga dauðum fuglum svo að sýking berist ekki áfram til fleiri fuglategunda, líkt og gerðist í fyrra. Þá var ástandið sérlega slæmt, segir Einar, þegar súlur, helsingjar og álftir drápust í stórum stíl en ýmsir aðrir fuglar, svo sem mávar, hrafnar, kjóar, skúmar, ernir og fálkar – og einnig tófur – lögðust á hræin. Ernir, fálkar og fjöldi skúma drápust í kjölfarið og breiddu sjúkdóminn út enn frekar.

Nú virðist sambærileg staða geta komið upp.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert