Á tindi Everest í 27. sinn

Sjerp­inn Kami Rita í grunnbúðum árið 2021.
Sjerp­inn Kami Rita í grunnbúðum árið 2021. AFP/Prakash Mathema

Sjerp­inn Kami Rita stóð á tindi Everest í 27. sinn í dag og setti þar með nýtt met í ferðum á hæsta tind heims. 

Rita er leiðsögumaður og fór á topp fjallsins með víetnömskum göngugarp. 

Fyrr í dag stóð breski leiðsögumaðurinn Kenton Cool á tindi Everest í 17. skipti. Hann hefur farið oftast upp á tindinn þeirra sem eru ekki nepalskir að uppruna. 

Rita árið 2021 með heimsmetin sín.
Rita árið 2021 með heimsmetin sín. AFP/Prakash Mathema

Rita er 53 ára gamall en hann stóð fyrst á tindi Everest árið 1994. Hann hefur klifið tindinn nánast á hverju ári síðan þá. 

„Þetta met var ekki markmið mitt, heldur er það einungis hluti af vinnu minni sem leiðsögumaður,“ sagði Rita við AFP-fréttaveituna í apríl er hann var á leið í grunnbúðir Everest.

478 einstaklingar hafa leyfi til að klífa tindinn í ár, en tímabilinu lýkur í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert