Komst framhjá leyniþjónustunni óáreittur

Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan.
Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan. AFP/Jim Watson

Bandaríska leyniþjónustan kannar nú hvernig maður undir áhrifum vímugjafa komst framhjá öllum öryggisráðstöfunum sem til staðar voru í kringum heimili þjóðaröryggisráðgjafans Jake Sullivan.

Maðurinn á að hafa gengið inn á heimili Sullivan óáreittur snemma morguns í síðasta mánuði. Hann hafi ekki virst þekkja Sullivan eða ætlað að gera honum mein. Þá hafi Sullivan talað við manninn og beðið hann um að fara út.

BBC greinir frá því að atvikið sé litið alvarlegum augum og hafi starfsmönnum öryggisþjónustunnar sem staðsettir voru fyrir utan heimili Sullivan verið skipt út. Viðvera þeirra hafi einnig verið aukin þar til að komist sé til botns í málinu.

Komi í ljós að starfsmaður leyniþjónustunnar beri ábyrgð á öryggisbrestinum verði sá hinn sami látinn bera ábyrgð á atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert