Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, greindi frá því í dag að bankareikningar finnska sendiráðsins í Moskvu og finnsku ræðismannaskrifstofunnar í Sankti Pétursborg hafi verið frystir í lok apríl.
„Reikningar finnsku sendinefndanna í Rússlandi hafa verið frystir og eru óvirkir að svo stöddu,“ sagði Haavisto á blaðamannafundi.
Þá sagði hann að finnsk stjórnvöld séu í sambandi við rússnesk stjórnvöld.