Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, fær að afplána þriggja ára fangelsisdóm sinn á heimili sínu í stað fangelsis. Það hafði hann upp úr áfrýjun dómsins sem hann hlaut árið 2021 fyrir að reyna að hafa áhrif á dómara í öðru máli gegn honum árið 2014.
Varð Sarkozy fyrstur fyrrverandi forseta landsins til að hljóta fangelsisdóm sem ekki er skilorðsbundinn að öllu leyti en samkvæmt dóminum yfir honum frá 2021 var honum gert að afplána eitt ár, tvö voru skilorðsbundin.
Sarkozy gegndi forsetaembætti eitt fimm ára kjörtímabil, frá 2007 að telja, og hlaut fljótt viðurnefnið „bling-bling“ vegna glysgirni sinnar og þess glaums er fylgdi embættisfærslum hans.